24.04.2018

Félagatal og viðburðaskráningarkefi skátanna

Nóri-félagatal er notað af BÍS og aðildarfélögum til að halda utan um skráningar í skátastarfið, á námskeið eða á viðburði. Einungis þeir sem eru 18 ára eða eldri geta verið notendur. Forráðamenn barna undir 18 ára þurfa að skrá börnin og samþykkja þar með þátttöku þeirra í starfinu. Vinsamlegast lesið skilmála vel. Besta og öruggasta leiðin er alltaf að skrá sig inn með íslykli eða rafrænum skilríkjum. Ef nota á frístundastyrk sveitarfélaga til að greiða fyrir starfið verður að skrá sig inn með íslykli eða rafrænum skilríkum. Sé það ekki gert kemur ekki upp sá valmöguleiki hvort sem námskeiðið er með opið fyrir nýtingu styrks eða ekki. Ef þið þurfið aðstoð eða ef námskeið/skátafélag er ekki sýnilegt hjá ykkar barni þá endilega hafið samband við Skátamiðstöðina í síma 550-9800 og við aðstoðum ykkur fljótt og örugglega.

19.12.2017

Ný útgáfa af Nóra.

Ný útgáfa af Nóra. Kennitala notuð í stað notendanafns á vef. Nú er engin sér síða fyrir starfsmenn, kerfið veit hverjir hafa réttindi starfsmanna og opnar í "Agðerðir" sér verklið fyrir starfsmenn sem inniheldur "Mínir flokkar" "Yfirlit" "Stjórnborð" eftir aðgangsheimildum starfsmanna. Nýir möguleikar fyrir starfsmenn til að senda póst á iðkendur bæði með að senda á einn eða fleiri flokka og jafnvel að velja tiltekna iðkendur úr mismunandi flokkum. Útprentanir gerðar betri og skýrari. Nýir möguleikar í DMS stjórneiningu með auknum valspurningum í tímabilum, athugasemdakerfi sem hægt er að nota t.d. fyrir markmið, áætlanir, mælingar og fl. Mótaskráningarkerfi væntanlegt hjá félögum og nýtt áfsláttarkerfi en félög verða að hafa samband við Greiðslumiðlun áður en mögulegt að taka í notkun. Fleiri nýjungar eru væntanlegar enda stöðug þróun í gangi.

NoriAndroid
NoriAndroid
NoriAndroid
NoriAndroid